top of page

UM FORELDRAFÉLAGIÐ

​Markmið foreldrafélags Marita er að:

  • efla samstarf foreldra sem eiga börn á miðstigi og unglingastigi grunnskóla, einnig í framhaldsskóla.

  • koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi forvarnir og önnur mál er varða börnin þeirra.

  • efla kynni foreldra innbyrðis og styrkja foreldrasamfélagið í nærumhverfi barnanna. 

  • koma á umræðugrundvelli um uppeldis- og forvarnarmál t.d. á Facebook

  • taka þátt í samstarfi við aðra foreldra hvar sem er á landinu. Við stöndum öll saman.

  • tryggja sem besta velferð barnanna okkar á þessu viðkvæma tímabili í lífi þeirra.

  • stuðla að auknum samskiptum á milli barna/unglinga og foreldra þeirra.

​Foreldrafélag Maritafræðslunnar var hugmynd sem kviknaði haustið 2010 af framkvæmdarstjóra og forvarnarfulltrúa fræðslunnar, Magnúsi Stefánssyni og varð að veruleika haustið 2012 þegar Félagasamtökin IOGT á Íslandi samþykktu að halda utan um kostað við stofnun félagsins. Í þau 3 ár sem IOGT hefur stutt Maritafræðsluna hefur IOGT verið að kynna verkfæri fyrir foreldra sem heitir STERK OG VIÐBÚIN.

Það varð því að samkomulagi að hugmyndafræði STERK OG VIÐBÚIN, sem er að byggja foreldra upp í samstarfi sín á milli og stuðla að vitundavakningu hjá foreldrum, myndi sameinast foreldrafélaginu sem grunnhugmyndafræði.



Stefnt er að því að foreldrafélag Marita-fræðslunnar verði sjálfbært og reki sig sem sér eining. Til þess að það sé hægt, býður foreldrafélagið hverri fjölskyldu sem vill taka þátt í starfinu að leggja fram 1.500 kr. í formi árgjalds og vonum við að flestar fjölskyldur sjái hag sinn í því.





UM MARITA



Hvaðan kemur nafnið Maríta?​
Maríta var norsk stúlka sem lést af völdum eiturlyfja 23 ára gömul.

Hverjir standa að Marítafræðslunni?​
Forvarnarfélagið "Hættu áður en þú byrjar" er samstarfsverkefni á milli IOGT á Íslandi og Samhjálpar. Aðalverkefni er svokölluð Maritafræðsla sem er verkefni sem fræðir börn, unglinga og foreldra þeirra um skaðsemi fíkniefna.
Maritafræðslan fræðir einnig starfsmenn skóla og fyrirtækja um sömu mál.

Fyrir hverja er Marítafræðslan?
Fyrir framhaldsskóla, grunnskóla, foreldra, starfsmenn fyrirtæka , starfsmenn í menntastofnunum, íþróttafélög / þjálfara og alla sem vilja fræðast um forvarnir gegn fíkniefnaneyslu og einkenni.

  • Wix Facebook page

Framkvæmdarstjóri og fræðslufulltrúi:
Magnús Stefánsson
magnus@marita.is​
Sími: 897-1759

Umsjón Foreldrafélags Maritafræðslunnar:
Kristín Rúnarsdóttir
foreldrarmarita@gmail.com​
Sími: 861-7667

bottom of page